Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 15:00 Anthony Martial skoraði með snyrtilegri afgreiðslu. Pakawich Damrongkiattisak/Getty Images Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira