Mikill viðbúnaður var við EM-torgið vegna slyssins en tveggja hæða strætisvagni var ekið fyrir slysni á biðskýli þar sem þrennt beið eftir vagni. Eitt þeirra lést en önnur kona á sextugsaldri liggur þungt haldin á sjúkrahúsi og karlmaður á sjötugsaldri hlaut smávægilega meiðsli í slysinu. Þetta segir í frétt Manchester Evening News.
Sjónarvottar hafa lýst því hvernig strætisvagninum var skyndilega ekið upp á gangstétti og inn í biðskýlið. Ekki er talið að vagnstjórinn hafi haft illt í hyggju en hann ræddi við lögreglu á vettvangi
Veginum við Piccadilly Gardens var lokað í gærkvöldi og ekki opnaður aftur fyrr en um klukkan 6 í morgun, að staðartíma.