Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2022 08:25 Borgarnes. Hringvegur lagður framhjá byggðinni. Samgöngufélagið/Envalys Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls. Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30
Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30