Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:30 Húnavallaleið styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Grafík/Google Earth/Tótla. Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00
Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06