Innlent

Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Í kring um áttatíu göngumenn höfðu tjaldað á tjaldsvæðinu við Landmannalaugar í nótt. Flestir eru komnir aftur til byggða.
Í kring um áttatíu göngumenn höfðu tjaldað á tjaldsvæðinu við Landmannalaugar í nótt. Flestir eru komnir aftur til byggða. Guðmundur Björnsson

Land­verðir á Fjalla­baki ráð­leggja fólki al­farið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferða­manna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sand­foks.

„Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjald­svæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guð­mundur Bjarna­son land­vörður sem var staddur í skálanum í Land­manna­laugum þegar frétta­stofa náði tali af honum.

„Við erum ekki að ráð­leggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guð­mundur.

Hann segir að um átta­tíu manns hafi verið á tjald­svæðinu í nótt þegar af­taka­veðrið hófst. Átta­tíu til við­bótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir sam­tals á milli Hrafn­tinnu­skers og Land­manna­lauga.

Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson

„Þetta er svo­lítið ó­vana­legt veður á þessum tíma. Þetta er ótta­legt á­stand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Lauga­veginn en er ráð­lagt frá því. Og allir skálarnir upp­bókaðir,“ segir Guð­mundur.

Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga

Björgunar­sveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimm­vörðu­háls í morgun en þær voru veður­tepptar í tjaldi þar. Í til­kynningu frá Lands­björg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir bar­áttuna við veðrið í nótt og of orku­lausar til að ganga sjálfar til baka.

Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson

Því voru þær sóttar á sex­hjólum og fluttar niður. Eftir há­degi voru þær komnar á lág­lendi og héldu þá til byggða.

Nokkur út­köll hafa þá borist björgunar­sveitum vegna göngu­fólks á Fjalla­baki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs.

Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022

„Við keyrðum hérna inn eftir og sand­fokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guð­mundur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.