Fótbolti

Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Það var gríðarleg stemming á Old Trafford í kvöld. 
Það var gríðarleg stemming á Old Trafford í kvöld.  Vísir/Getty

Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 

Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik í Evrópumóti kvenna í fótboltan en 68,871 mættu á völlinn í kvöld og sáu Beth Mead tryggja Englandi stigin þrjú með marki sínu í fyrri hálfleik. 

Gríðarleg eftirvænting var eftir leiknum en enska liðið er ógnarsterkt og til alls líklegt á þessu móti. Á meðal þeirra sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld voru Harry Maguire, fyrirliði Manchester United og enska karlaliðsins og liðsfélagi hans hjá United, David de Gea. 

Þeir standa þarna rétt fyrir neðan Aleksander Čeferin, forseta evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, sem er væntanlega sáttur við að verða vitni að skýru merki þess uppvaxtar sem verið hefur í evrópskri kvennaknattspyrnu síðastliðin ár. 

Vísir/Vilhelm Gunnarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×