Fótbolti

Pogba skrifar undir samning við Juventus

Hjörvar Ólafsson skrifar
Paul Pogba mun endurnýja kynni sín við Juventus. 
Paul Pogba mun endurnýja kynni sín við Juventus.  Vísir/Getty

Franski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Paul Pogba, hefur samþykkt samningstilboð ítalska félagsins Juventus.

Pogba sem kemur til Juventus frá Manchester United skrifar undir fjögurra ára samning við Tórínófélagið en hann varð samningslaus um síðastliðin mánaðamót og kemur því á frjálsri sölu.  

Talið er að Pogba muni fara til Tórínó á laugardaginn kemur þar sem hann mun undirgangast læknisskoðun og í kjölfarið verði tilkynnt um félagaskiptin ef allt gengur að óskum. 

Miðvallarleikmaðurinn hefur leikið með Manchester United síðan árið 2016 en þá kom hann á Old Trafford frá Juventus. 

Pogba var einnig með samningstilboð frá Manchester City undir höndunum en ákvað að velja Juventus þar sem hann spilaði við góðan orðstír frá 2012 til 2016. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.