Erlent

Um fimm­tíu þúsund manns ráð­lagt að yfir­gefa heimili sín vegna flóða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flóð hafa leitt til tuttugu dauðsfalla í Ástralíu á þessu ári.
Flóð hafa leitt til tuttugu dauðsfalla í Ástralíu á þessu ári. EPA/MICK TSIKAS

Um fimmtíu þúsund manns í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða sem hrjá borgina.

Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem flóð skella á borginni en úrkoman síðustu fjóra daga í sumum hverfum borgarinnar hefur jafnast á við átta mánaða úrkomu í meðalári. Vegir eru ófærir, hús eru víða á kafi og þúsundir borgarbúa eru án rafmagns. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. 

Flóð hafa leitt til tuttugu dauðsfalla í Ástralíu á þessu ári en flóðin skýrast af veðurfyrirbrigðinu La Niña en verst hefur ástandið verið í Nýja Suður Wales en Sydney er höfuðborg svæðisins.

Vonast er til að það dragi úr rigningunum í Sydney í dag en veðurspáin gerir þá ráð fyrir roki, sem gæti aukið enn á vanda björgunarliða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×