Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2022 14:24 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð. Brot mannsins voru framin á árunum 2018 og 2020. Brotin árið 2018 teljast til hegningarauka við dóm sem maðurinn hlaut árið 2020. Ummælin árið 2020 lét maðurinn falla skömmu eftir að sá dómur gekk en hann var fyrir ofbeldi gegn konunni. Maðurinn neitaði sök í öllum ákæruliðum en gekkst þó við því að hafa sent skilaboðin sem um ræddi í málinu. Hann bar það fyrir sig hann hefði verið beittur ofbeldi í sambandinu sem varði frá 2015 til 2018. „Þú þarft að vita vertu viss að sá sem er að ríða þér núna brjóti í þér tennurnar í minn stað,“ er meðal þess sem maðurinn sendi konunni. Mörg skilaboðanna sneru að því að konan stundaði kynlíf með öðrum mönnum. Þá hótaði hann konunni ofbeldi í mörgum skilaboðanna. Krafðist tveggja og hálfrar milljónar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að brot mannsins hafi réttilega verið heimfærð til ákvæða hegningarlaga og að hann hafi gerst sekur um alla ákæruliði. Dómur mannsins frá 2018 var dæmdur upp og refsing ákveðin í einu lagi tólf mánuðir. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna. Að lokum var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjandasinn, alls 950 þúsund krónur og hluta þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem alls var ákveðin 2,2 milljónir króna en þriðjungur hennar greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Brot mannsins voru framin á árunum 2018 og 2020. Brotin árið 2018 teljast til hegningarauka við dóm sem maðurinn hlaut árið 2020. Ummælin árið 2020 lét maðurinn falla skömmu eftir að sá dómur gekk en hann var fyrir ofbeldi gegn konunni. Maðurinn neitaði sök í öllum ákæruliðum en gekkst þó við því að hafa sent skilaboðin sem um ræddi í málinu. Hann bar það fyrir sig hann hefði verið beittur ofbeldi í sambandinu sem varði frá 2015 til 2018. „Þú þarft að vita vertu viss að sá sem er að ríða þér núna brjóti í þér tennurnar í minn stað,“ er meðal þess sem maðurinn sendi konunni. Mörg skilaboðanna sneru að því að konan stundaði kynlíf með öðrum mönnum. Þá hótaði hann konunni ofbeldi í mörgum skilaboðanna. Krafðist tveggja og hálfrar milljónar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að brot mannsins hafi réttilega verið heimfærð til ákvæða hegningarlaga og að hann hafi gerst sekur um alla ákæruliði. Dómur mannsins frá 2018 var dæmdur upp og refsing ákveðin í einu lagi tólf mánuðir. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna. Að lokum var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjandasinn, alls 950 þúsund krónur og hluta þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem alls var ákveðin 2,2 milljónir króna en þriðjungur hennar greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira