„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2022 12:18 Jóna Alla Axelsdóttir var við störf í Fields þegar árásarmaðurinn hóf skothríð í gær. Samsett Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. Tilkynnt var um árásina á Fields-verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn á sjötta tímanum í gær og hinn 22 ára grunaði árásarmaður handtekinn á vettvangi. Hann gekkst við verknaðinum í yfirheyrslu lögreglu í nótt og er sagður hafa beitt riffli við árásina. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Þau sem létust í árásinni voru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk, og fjörutíu og sjö ára rússneskur karlmaður. Fjórir til viðbótar voru særðir skotsárum - auk þess sem tugir slösuðust í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríð. Áttaði sig ekki á hættunni fyrr en hún sá framan í fólkið Jóna Alla Axelsdóttir er búsett í Malmö en vinnur í verslun í Fields. Hún var þar við störf þegar hún sá fólk á harðahlaupum á gangi verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk hópaðist í aðra áttina og svo í hina. Svo eiginlega áttaði ég mig meira á þessu þegar ég sá svipinn á fólkinu. Ég sá að fólk var hrætt og að það var eitthvað að. Fólk fór að fela sig inni í verslunum og meðal annars inni hjá okkur. Og í gegnum fólkið inni í verslun komumst við að því að það væri einhver með byssu frammi á gangi,“ segir Jóna. „Í minningunni eru þetta svona fjögur skot sem ég heyrði. En ég einhvern veginn get ekki verið viss, þetta er allt í móðu.“ Óraunverulegar aðstæður Jóna og samstarfskona hennar, auk fólks sem leitað hafði skjóls inni í búðinni, komust út úr versluninni gegnum lager. Jóna segir upplifunina hafa verið súrrealíska - algjört skelfingarástand hafi gripið um sig. „Ég heyrði skothljóð en ég ætlaði samt ekki að trúa þessu. Auðvitað heldur maður ekki að þetta komi fyrir sig eða gerist nálægt sér yfir höfuð. Svo er maður hlaupandi úti á götu að reyna að hringja í fólkið sitt. Er að reyna að ná í það ef eitthvað skyldi koma fyrir. Þetta er hræðileg staða og maður veit auðvitað ekki hvernig maður bregst við. Ég náði að halda nokkuð góðri ró og það er allavega gott að vita að maður getur það.“ Fields verður lokað næstu vikuna en Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur minntist fórnarlambanna fyrir utan verslunarmiðstöðina í morgun. Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Kaupmannahafnarbúar slegnir Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir að þrátt fyrir allt hafi lífið gengið sinn vanagang í borginni í morgun. „En auðvitað er fólk slegið hérna og við erum það öll í sendiráðinu. Yfir þessum hræðilegu fréttum frá í gær,“ segir Helga. Ekki er nema rétt rúm vika síðan tveir voru myrtir í skotárás í Osló. „Eflaust hafa margir hugsað að Kaupmannahöfn eða Danmörk yrði kannski ekki undanskilin. En svona almennt þá er Danmörk bara mjög friðsælt land og gott að búa í og Kaupmannahöfn er öruggur staður. Þannig að þetta kemur manni þannig séð á óvart en þó ekki heldur,“ segir Helga. Jónshús í Kaupmannahöfn verður opið frá tvö til sex að dönskum tíma í dag en þangað geta Íslendingar í borginni leitað. Íslenskur prestur verður á staðnum auk sendiráðsstarfsmanna. Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Þrjú létu lífið og fjögur flutt á sjúkrahús vegna skotárásar í Field's í Kaupmannahöfn Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Tilkynnt var um árásina á Fields-verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn á sjötta tímanum í gær og hinn 22 ára grunaði árásarmaður handtekinn á vettvangi. Hann gekkst við verknaðinum í yfirheyrslu lögreglu í nótt og er sagður hafa beitt riffli við árásina. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Þau sem létust í árásinni voru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk, og fjörutíu og sjö ára rússneskur karlmaður. Fjórir til viðbótar voru særðir skotsárum - auk þess sem tugir slösuðust í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríð. Áttaði sig ekki á hættunni fyrr en hún sá framan í fólkið Jóna Alla Axelsdóttir er búsett í Malmö en vinnur í verslun í Fields. Hún var þar við störf þegar hún sá fólk á harðahlaupum á gangi verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk hópaðist í aðra áttina og svo í hina. Svo eiginlega áttaði ég mig meira á þessu þegar ég sá svipinn á fólkinu. Ég sá að fólk var hrætt og að það var eitthvað að. Fólk fór að fela sig inni í verslunum og meðal annars inni hjá okkur. Og í gegnum fólkið inni í verslun komumst við að því að það væri einhver með byssu frammi á gangi,“ segir Jóna. „Í minningunni eru þetta svona fjögur skot sem ég heyrði. En ég einhvern veginn get ekki verið viss, þetta er allt í móðu.“ Óraunverulegar aðstæður Jóna og samstarfskona hennar, auk fólks sem leitað hafði skjóls inni í búðinni, komust út úr versluninni gegnum lager. Jóna segir upplifunina hafa verið súrrealíska - algjört skelfingarástand hafi gripið um sig. „Ég heyrði skothljóð en ég ætlaði samt ekki að trúa þessu. Auðvitað heldur maður ekki að þetta komi fyrir sig eða gerist nálægt sér yfir höfuð. Svo er maður hlaupandi úti á götu að reyna að hringja í fólkið sitt. Er að reyna að ná í það ef eitthvað skyldi koma fyrir. Þetta er hræðileg staða og maður veit auðvitað ekki hvernig maður bregst við. Ég náði að halda nokkuð góðri ró og það er allavega gott að vita að maður getur það.“ Fields verður lokað næstu vikuna en Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur minntist fórnarlambanna fyrir utan verslunarmiðstöðina í morgun. Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Kaupmannahafnarbúar slegnir Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir að þrátt fyrir allt hafi lífið gengið sinn vanagang í borginni í morgun. „En auðvitað er fólk slegið hérna og við erum það öll í sendiráðinu. Yfir þessum hræðilegu fréttum frá í gær,“ segir Helga. Ekki er nema rétt rúm vika síðan tveir voru myrtir í skotárás í Osló. „Eflaust hafa margir hugsað að Kaupmannahöfn eða Danmörk yrði kannski ekki undanskilin. En svona almennt þá er Danmörk bara mjög friðsælt land og gott að búa í og Kaupmannahöfn er öruggur staður. Þannig að þetta kemur manni þannig séð á óvart en þó ekki heldur,“ segir Helga. Jónshús í Kaupmannahöfn verður opið frá tvö til sex að dönskum tíma í dag en þangað geta Íslendingar í borginni leitað. Íslenskur prestur verður á staðnum auk sendiráðsstarfsmanna.
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Þrjú létu lífið og fjögur flutt á sjúkrahús vegna skotárásar í Field's í Kaupmannahöfn Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17
Þrjú létu lífið og fjögur flutt á sjúkrahús vegna skotárásar í Field's í Kaupmannahöfn Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02
Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent