Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júlí 2022 16:25 Sjúkrabíll og vopnaðir lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's. EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. Samkvæmt fréttamiðlinum DR er stór lögregluaðgerð fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's í Amager. Búið er að girða fyrir svæðið og fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna standa fyrir utan verslunarmiðstöðina. Einnig hefur þyrla verið kölluð út sem flýgur nú yfir svæðið. Nánar má lesa um skotárásina í vakt Vísis. Heyrði af vopnuðum manni inni í verslunarmiðstöðinni Að sögn íslenskrar stúlku, sem fréttastofa náði tali af en vildi ekki láta nafns síns getið, heyrðist skothríð inni í verslunarmiðstöðinni. Einnig bárust henni fregnir af því að það væri skotmaður vopnaður byssu á gangi um verslunarmiðstöðina. „Ég er að fara á tónleika í Royal Arena við hliðina á Field's. Við heyrðum það sem hljómaði eins og sprengjur, ég veit ekki hvort það hafi bara verið krafturinn,“ sagði stúlkan í viðtali við fréttamann. Hún segist vera búin að fá fréttir af því að það sé maður sem gangi um inni í verslunarmiðstöðinni vopnaður byssu og hann sé að skjóta á saklaust fólk en að fólk viti ekki hversu margir eru dánir. „Það eru þyrlur í loftinu og lögreglubílar, sírenur og lögregluljós,“ sagði stúlkan. Hún segir að fólk sé mjög hrætt enda óvissan mikil. Fylgst verður með frekari tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Lögreglumál Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Vaktin: Skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 17:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Samkvæmt fréttamiðlinum DR er stór lögregluaðgerð fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's í Amager. Búið er að girða fyrir svæðið og fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna standa fyrir utan verslunarmiðstöðina. Einnig hefur þyrla verið kölluð út sem flýgur nú yfir svæðið. Nánar má lesa um skotárásina í vakt Vísis. Heyrði af vopnuðum manni inni í verslunarmiðstöðinni Að sögn íslenskrar stúlku, sem fréttastofa náði tali af en vildi ekki láta nafns síns getið, heyrðist skothríð inni í verslunarmiðstöðinni. Einnig bárust henni fregnir af því að það væri skotmaður vopnaður byssu á gangi um verslunarmiðstöðina. „Ég er að fara á tónleika í Royal Arena við hliðina á Field's. Við heyrðum það sem hljómaði eins og sprengjur, ég veit ekki hvort það hafi bara verið krafturinn,“ sagði stúlkan í viðtali við fréttamann. Hún segist vera búin að fá fréttir af því að það sé maður sem gangi um inni í verslunarmiðstöðinni vopnaður byssu og hann sé að skjóta á saklaust fólk en að fólk viti ekki hversu margir eru dánir. „Það eru þyrlur í loftinu og lögreglubílar, sírenur og lögregluljós,“ sagði stúlkan. Hún segir að fólk sé mjög hrætt enda óvissan mikil. Fylgst verður með frekari tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Lögreglumál Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Vaktin: Skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 17:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Vaktin: Skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 17:44