Enski boltinn

Nýliðarnir fá markvörð United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dean Henderson mun verja mark Nottingham Forest á næsta tímabili.
Dean Henderson mun verja mark Nottingham Forest á næsta tímabili. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images

Dean Henderson, varamarkvörður Manchester United, hefur skrifað undir eins árs lánssamning við nýliða Nottingham Forest.

Þessi 25 ára markvörður hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá United, en David de Gea er aðalmarkvörður liðsins. Henderson er sagður vilja fá meiri spiltíma og því hafi hann ákveðið að færa sig um set, í það minnsta tímabundið.

Henderson er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Nottingaham Forest í sumar, en áður hafði liðið fengið nígeríska landsliðsmanninn Taiwo Awoniyi fyri metfé.

Markvörðurinn hefur leikið 49 deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni og haldið markinu hreinu í 17 þeirra. Hann hefur hins vegar ekki leikið deildarleik í efstu deild síðan í mars á seinasta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.