Erlent

Logan Paul gengur til liðs við WWE

Bjarki Sigurðsson skrifar
Logan Paul eftir að hann skrifaði undir samninginn í gærkvöldi.
Logan Paul eftir að hann skrifaði undir samninginn í gærkvöldi. Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul hefur skrifað undir samning við World Wrestling Entertainment (WWE). Hann ætlar að glíma við fjölbragðaglímukappann The Miz undir lok júlimánaðar á Summerslam.

Paul hefur einu sinni áður keppt í fjölbragðaglímu fyrir WWE og var það í apríl á þessu ári. Þá var hann í liði með The Miz og unnu þeir bardagann. Undir lokin sveik The Miz þó Paul og tók hann niður. 

„The Miz er dauður fyrir mér, hann er óvinur minn og ég skrifaði undir þennan samning svo ég gæti rústað honum á Summerslam,“ sagði Paul eftir að hann skrifaði undir samninginn.

Paul hefur einnig reynt fyrir sér í hnefaleikum og hefur barist þrisvar í þeirri íþrótt. Hann gerði jafntefli við aðra samfélagsmiðlastjörnu, KSI, en tapaði fyrir honum þegar þeir mættust aftur ári seinna. Hann gerði síðan aftur jafntefli þegar hann mæti Floyd Mayweather í fyrrasumar.

Litli bróðir Logan Paul, Jake Paul, hefur staðið sig betur en bróðir sinn í hnefaleikum. Hann hefur keppt fimm sinnum og unnið alla sína bardaga.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×