Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 08:13 Naftali Bennett og Yair Lapid á ísraelska þinginu í gær þegar búið var að rjúfa þing og boða til kosninga. AP Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta. Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta.
Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03