Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 08:35 Úkraínumenn birtu myndir af byggingunni í Odesa í morgun. AP Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Tvö börn voru meðal 21 sem létust í árásum Rússa á Odesa í nótt og 38 voru fluttir á spítala. Ríkisstjórinn á svæðinu segir þrjú flugskeyti hafa lent á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í borginni en þeim hafi verið skotið af Tu-22M herþotu yfir Svartahafið. Úkraínumenn segja Rússa vera að nota gamlar, ónákvæmar sprengjur í um helmingi árása sinna, sem hafi leitt til fjölda dauðsfalla meðal almennra borgara. Tyrkir segja enn ekki útséð með að þjóðþing þeirra muni samþykkja aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Fyrst verði ríkin að uppfylla skilyrði samkomulags þeirra, það er að segja framsal einstaklinga sem Tyrkir segja hryðjuverkamenn. Reuters hefur eftir bandarískum embættismanni að stjórnvöld vestanahafs hafi ekki séð merki þess að Kínverjar séu að brjóta gegn refsiaðgerðum eða sjá Rússum fyrir vopnum.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Tvö börn voru meðal 21 sem létust í árásum Rússa á Odesa í nótt og 38 voru fluttir á spítala. Ríkisstjórinn á svæðinu segir þrjú flugskeyti hafa lent á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í borginni en þeim hafi verið skotið af Tu-22M herþotu yfir Svartahafið. Úkraínumenn segja Rússa vera að nota gamlar, ónákvæmar sprengjur í um helmingi árása sinna, sem hafi leitt til fjölda dauðsfalla meðal almennra borgara. Tyrkir segja enn ekki útséð með að þjóðþing þeirra muni samþykkja aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Fyrst verði ríkin að uppfylla skilyrði samkomulags þeirra, það er að segja framsal einstaklinga sem Tyrkir segja hryðjuverkamenn. Reuters hefur eftir bandarískum embættismanni að stjórnvöld vestanahafs hafi ekki séð merki þess að Kínverjar séu að brjóta gegn refsiaðgerðum eða sjá Rússum fyrir vopnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira