Erlent

Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loft­á­rás Rússa í Odesa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úkraínumenn birtu myndir af byggingunni í Odesa í morgun.
Úkraínumenn birtu myndir af byggingunni í Odesa í morgun. AP

Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi.

Helstu vendingar:

  • Tvö börn voru meðal 21 sem létust í árásum Rússa á Odesa í nótt og 38 voru fluttir á spítala. Ríkisstjórinn á svæðinu segir þrjú flugskeyti hafa lent á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í borginni en þeim hafi verið skotið af Tu-22M herþotu yfir Svartahafið.
  • Úkraínumenn segja Rússa vera að nota gamlar, ónákvæmar sprengjur í um helmingi árása sinna, sem hafi leitt til fjölda dauðsfalla meðal almennra borgara.
  • Tyrkir segja enn ekki útséð með að þjóðþing þeirra muni samþykkja aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Fyrst verði ríkin að uppfylla skilyrði samkomulags þeirra, það er að segja framsal einstaklinga sem Tyrkir segja hryðjuverkamenn.
  • Reuters hefur eftir bandarískum embættismanni að stjórnvöld vestanahafs hafi ekki séð merki þess að Kínverjar séu að brjóta gegn refsiaðgerðum eða sjá Rússum fyrir vopnum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×