Barcelona reynir að ræna Raphinha af Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 18:31 Raphinha í leik með Brasilíu. Masashi Hara/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona reynir hvað það getur til að fá Brasilíumanninn Raphinha í sínar raðir. Leikmaðurinn ku vera á leið frá Leeds United til Chelsea en Börsungar hafa ekki lagt árar í bát. Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira