Richarlison að ganga í raðir Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 15:01 Richarlison í baráttu við Christian Romero í vor. Þeir verða að öllum líkindum liðsfélagar á næsta tímabili. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images Brasilíski framherjinn Richarlison er við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Everton, en félögin tvö hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira