Jóhann Páll slær á orðróm um varaformannsframboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2022 16:29 Jóhann Páll tók sæti á Alþingi eftir kosningar í september. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29