Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2022 14:37 Katrín Jakobsdóttir er stödd í Madríd á leiðtogafundi NATO. EPA. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“ NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira