Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2022 14:37 Katrín Jakobsdóttir er stödd í Madríd á leiðtogafundi NATO. EPA. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“ NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira