Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 16:22 Frá G7 fundinum. AP Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á. Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira