Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 07:21 Eftirförinni lauk á gatnamótum við Smáralind. Aðsend Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð. Tilkynnt var um ránið klukkan 19:36 í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ræninginn hafi ráðist á kassastarfsmann með ofbeldi og stolið peningum úr sjóðsvél. Fór hann svo af vettvangi í bifreið. Skömmu síðar komu lögreglumenn auka á bifreiðina og veittu henni eftirför. Ræninginn ók utan í tvær bifreiðar í Kópavogi þar sem eftirförinni lauk en á leiðinni hafði hann ekið of hratt og á móti umferð. Engin slys á fólki voru skráð. Auk ránsins er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Starfsmaður Nettó sem Vísir ræddi við í gær sem var sjálfur ekki vitni að ráninu en sá framvindu þess í öryggismyndavélum, sagði að maðurinn hefði fyrst komið að kassanum og beðið um að fá að skipta fimmþúsund króna seðli í fimm þúsundkalla. Maðurinn hefði síðan tekið upp á því að teygja sig yfir borðið og stinga höndinni ofan í kassann. Í kjölfarið hefði afgreiðslumaður reynt að stöðva manninn en ekki tekist það. Sló ræninginn til starfsmannsins. Ræninginn hljóp strax í kjölfarið upp í bíl og flúði af vettvangi. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Tilkynnt var um ránið klukkan 19:36 í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ræninginn hafi ráðist á kassastarfsmann með ofbeldi og stolið peningum úr sjóðsvél. Fór hann svo af vettvangi í bifreið. Skömmu síðar komu lögreglumenn auka á bifreiðina og veittu henni eftirför. Ræninginn ók utan í tvær bifreiðar í Kópavogi þar sem eftirförinni lauk en á leiðinni hafði hann ekið of hratt og á móti umferð. Engin slys á fólki voru skráð. Auk ránsins er maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Starfsmaður Nettó sem Vísir ræddi við í gær sem var sjálfur ekki vitni að ráninu en sá framvindu þess í öryggismyndavélum, sagði að maðurinn hefði fyrst komið að kassanum og beðið um að fá að skipta fimmþúsund króna seðli í fimm þúsundkalla. Maðurinn hefði síðan tekið upp á því að teygja sig yfir borðið og stinga höndinni ofan í kassann. Í kjölfarið hefði afgreiðslumaður reynt að stöðva manninn en ekki tekist það. Sló ræninginn til starfsmannsins. Ræninginn hljóp strax í kjölfarið upp í bíl og flúði af vettvangi.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira