Erlent

Betra sé að bjarga hvölum en planta trjám

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hvalir taka til sín 33 tonn af kolefni.
Hvalir taka til sín 33 tonn af kolefni. Vísir/Páll Janus Traustason.

Stórir hvalir taka til sín um það bil 33 tonn kolefnis hver yfir ævina á meðan hvert tré getur ekki tekið til sín meira en 48 pund af kolefni á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Samkvæmt skýrslu sjóðsins ættu umhverfis unnendur að leggja áherslu á að bjarga hvölum fremur en að planta trjám ef velja ætti á milli þessara tveggja kosta. Fram kemur í umfjöllun Time um málið að munurinn á milli hvala og trjáa í þessum efnum hafi orðið til þess að fræðafólk fór í auknum mæli að færa rök fyrir uppbyggingu og verndun hvalastofna.

Fræðafólkið Thomas Cosimano og Connell Fullenkamp færa rök fyrir því að stuðningur við hvalastofna og verndun þeirra gæti valdið miklum straumhvörfum þegar litið er til hnattrænnar hlýnunar.

Í umfjöllun Time segir að hvalir taki ekki einungis til sín koltvísýring heldur styðji þeir við myndun plöntusvifs. Plöntusvif ber ábyrgð á að minnsta kosti 50 prósent allrar súrefnisframleiðslu á jörðinni. Einnig tekur það til sín jafn mikinn koltvísýring og 1,7 trilljónir trjáa en það jafngildir fjórum Amazon frumskógum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×