Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2022 15:25 Úkraínskum hermönnum í Sieveródonetsk hefur verið skipað að hörfa úr borginni. EPA/Oleksandr Ratushniak Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa. Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira