Enski boltinn

Ten Hag hafði ekki áhuga á að vinna með Rangnick

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag hafði takmarkaðan áhuga á ráðleggingum Ralfs Rangnick.
Erik ten Hag hafði takmarkaðan áhuga á ráðleggingum Ralfs Rangnick. getty/Ash Donelon

Ein stærsta ástæðan fyrir því að Ralf Rangnick yfirgaf Manchester United var sú að Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri liðsins, vildi ekki vinna með honum.

Rangnick tók við United af Ole Gunnar Solskjær undir lok síðasta árs. Hann samdi um að stýra liðinu út tímabilið og verða síðan í ráðgjafarhlutverki hjá því í tvö ár til viðbótar. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hins vegar greint frá því að Rangnick myndi yfirgefa United til að einbeita sér að starfi landsliðsþjálfara Austurríkis.

Samkvæmt heimildum ESPN fór Rangnick frá United því Ten Hag hafði ekki áhuga á að vinna með honum.

Ten Hag var ekki sammála sumum af fullyrðingum Rangnicks í fjölmiðlum, meðal annars að United þyrfti að fá allt að tíu nýja leikmenn í sumar. 

Rangnick ku vera ósáttur við að Ten Hag hafi látið nægja að hringja í hann til að tilkynna honum að krafta hans hjá United væri ekki lengur óskað, í stað þess að hitta hann í eigin persónu.

United vann aðeins ellefu af 29 leikjum sínum undir stjórn Rangnicks og endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.