Fótbolti

Segir um­­­boðs­­menn leik­manna reyna að græða á á­standinu í Úkraínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. Deildarkeppnin í Úkraínu á að fara af stað á nýjan leik í ágúst en það stefnir í að engir erlendir leikmenn verði í deildinni.
Leikmenn Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. Deildarkeppnin í Úkraínu á að fara af stað á nýjan leik í ágúst en það stefnir í að engir erlendir leikmenn verði í deildinni. Mustafa Ciftci/Getty Images

Sergei Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska knattspyrnufélagsins Shakhtar Donetsk, hefur ásakað hina ýmsu umboðsmenn um að reyna græða á ástandindu í Úkraínu.

Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic.

Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. 

Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst.

Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár.

Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann.

Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images

Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna.

„Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic.

„Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu.


Tengdar fréttir

Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst

Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×