„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2022 19:18 Bíll þeirra feðga. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV. Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV.
Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira