Fornleifafræðingar frá Kúrdistan og Þýskalandi skoðuðu borgina sem liggur meðfram Tígrisfljóti í janúar og febrúar á þessu ári. Borgin er sögð hafa verið miðpunktur Mittani veldisins sem var við lýði frá 1550 til 1350 f.Kr. Fornmunir sem fundust við skoðunina munu veita vísbendingar um líf Mittani fólksins, að sögn fornleifafræðinga í viðtali við CNN um málið.
Allir fornmunir sem fundust við skoðunina verða hýstir á þjóðminjasafni í Kúrdísku borginni Duhok.