Gefur út skotleyfi á eigin flokkssystkini í kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 15:51 Eric Greitens sækist nú eftir að verða öldungadeildarþingmaður Missouri. Hann hætti sem ríkisstjóri í skugga alvarlegra ásakana árið 2018. Vísir/afp Frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til öldungadeildarþings talar um að gefa út veiðileyfi á flokkssystkini sín í nýrri kosningaauglýsingu. Í henni sést frambjóðandinn vopnaður haglabyssu ráðast inn í hús í fylgd vopnaðra sérsveitarmanna. Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51
Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30