Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:30 Eric Greitens var kjörinn ríkisstjóri Missouri árið 2016. Brotið sem hann er sakður um átti sér stað árið 2015. Vísir/AFP Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti. Bandaríkin MeToo Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira