Íslenski boltinn

Nýtt Fram­lag Hreims fyrir fyrsta leikinn í efstu deild í Grafar­holti

Sindri Sverrisson skrifar
Framarar ætla sér að fagna mörkum í Úlfarsárdal frá og með deginum í dag.
Framarar ætla sér að fagna mörkum í Úlfarsárdal frá og með deginum í dag. vísir/hulda margrét

Í kvöld verður í fyrsta sinn spilaður leikur í efstu deild í boltaíþrótt í Grafarholti þegar þar mætast Fram og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta.

Glænýr og glæsilegur völlur Framara í Úlfarsárdal var vígður með leik Fram og KH í 2. deild kvenna á laugardaginn, þar sem Framkonur unnu 3-2 sigur.

Í kvöld klukkan 18 tekur svo karlalið Fram á móti ÍBV í Bestu deild karla eftir að hafa kvatt Safamýrina með 3-2 sigri á Val á dögunum.

Af þessu tilefni hefur söngvarinn Hreimur Örn Heimisson, sem er gallharður stuðningsmaður Fram, samið nýtt stuðningsmannalag Framara sem ber heitið Við erum Framarar.

Í Úlfarsárdalnum er okkar var

og vonin hún veitir oss yl.

Að allt sem við sjáum þar

verði okkur í vil,“ syngur Hreimur en hægt er að hlusta á lagið hér.

Í viðlaginu syngur Hreimur:

Við erum Framarar. Sigurvegarar. Við gefumst aldrei upp, við erum sannir Framarar.

Framarar. Sigurvegarar. Við göngum saman þennan veg, því við erum og við verðum Framarar.

Hið fornfræga karlalið Fram sneri aftur upp í efstu deild síðasta haust eftir að hafa síðast leikið þar árið 2014. Liðið hefur spjarað sig vel hingað til og er í 8. sæti með níu stig eftir níu umferðir en botnlið ÍBV er með þrjú stig og getur saxað vel á forskot Fram með sigri í kvöld.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.