Erlent

Af­lýsa öllum flug­ferðum frá Brussel í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirstjórn flugvallarins ákvað að fresta öllum flugferðum dagsins eftir að ljóst var að biðtíminn fyrir farþega yrðu átta klukkustundir.
Yfirstjórn flugvallarins ákvað að fresta öllum flugferðum dagsins eftir að ljóst var að biðtíminn fyrir farþega yrðu átta klukkustundir. Getty

Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega.

Belgíska blaðið De Standaard segir frá því að vegna starfsmannaskorts á flugvellinum hafi biðtíminn á flugvellinum lengst til muna. Sömuleiðis hafa starfsmenn á vellinum ákveðið að boða til verkfalls í dag vegna ástandsins.

Á vef Isavia má sjá að flugi Icelandair frá Brussel sem átti að lenda í Keflavík síðdegis, hefur verið aflýst.

Á heimasíðu Brusselflugvallar eru farþegar svo hvattir til að mæta ekki á staðinn og gera breytingar á flugi sínu.

Yfirstjórn flugvallarins ákvað að fresta öllum flugferðum dagsins eftir að ljóst var að biðtíminn fyrir farþega yrði lengri en átta klukkustundir.


Tengdar fréttir

Af­lýsingar á He­at­hrow vegna heilu fjallanna af far­angri

Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.