Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 15:20 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Samsett Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. „Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
„Við megum ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Jafnvel þó því fylgi mikill kostnaður, ekki einungis vegna hernaðarstuðnings, heldur einnig vegna hækkandi orku- og matvælaverðs,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag en átökin hafa víða ýtt undir verðhækkanir og aukið hættuna á fæðuskorti. Hann bætti við að enginn vissi hversu lengi átökin muni vara en Vesturlönd þyrftu að búa sig undir „þann möguleika að þau geti staðið í fleiri ár.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur í sama streng og segir í grein í breska blaðinu Sunday Times að vestrænir bandamenn þurfi að herða sig upp fyrir langt stríð. Fjallað er um nýlegar yfirlýsingar þeirra í frétt CNN. Johnson heimsótti Kænugarð á föstudag og segir það hafa verið markmið Pútíns að ná Donbas-héröðunum í austurhluta Úkraínu á vald Rússa allt frá því að hersveitir þeirra gerðu sína fyrstu innrás í Úkraínu fyrir átta árum síðan. Tíminn verði að vinna með Úkraínumönnum Bæði Stoltenberg og Johnson leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að afstýra frekari árásargirni Rússa. „Ef Pútín lærir það af þessu stríði að hann geti bara haldið áfram líkt og hann gerði eftir stríðið í Georgíu og hernámið á Krímskaga árið 2014, þá munum við öll gjalda fyrir það hærra verði,“ segir Stoltenberg í Bild am Sonntag. Johnson segir í grein sinni í dag að með því að veita Úkraínu styrkan stuðning til langs tíma væru Bretar og bandamenn þeirra ekki síður að auka eigið öruggi og verja heiminn frá „banvænum draumum Pútíns og þeim sem gætu reynt að leika þá eftir.“ „Tíminn er hér lykilþáttur. Allt mun hvíla á því hvort Úkraína geti styrkt getu sína til að verja landsvæði sitt hraðar en Rússland geti endurvakið árásargetu sína. Okkar verkefni er sjá til þess að tíminn vinni með Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland NATO Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira