Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 15:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos. Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos.
Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira