Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2022 08:58 Falck notar dróna frá fyrirtækinu Rigitech í fluginu. Vænghafið á þessum er 2,8 metrar. Falck/Rigitech Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis. Í fyrstu munu drónar flytja lyf eins og sýklalyf og greiningarsýni milli aðalsjúkrahúss Grænlands í Nuuk, Dronning Ingrid’s Hospital, og byggðanna Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Fyrrnefnda þorpið er djúpt inni í Nuuk-firði, um 75 kílómetra frá höfuðstaðnum, en hitt er á eyju undan vesturströnd Grænlands, um 150 kílómetra suður af Nuuk. „Þar sem vegalengdir milli byggða og næsta sjúkrahúss eru langar mun notkun dróna hjálpa til við að tryggja hraðari greiningu og gera það auðveldara og fljótlegra að fá lífsnauðsynleg lyf yfir langar vegalengdir,“ segir í fréttatilkynningu frá Falck. Aðalsjúkrahús Grænlands, Dronning Ingrids Hospital í Nuuk.Mats Bjerde/Norden.org Fyrirtækið, í samstarfi við dönsk heilbrigðisyfirvöld, þarlend flugmálayfirvöld og fleiri aðila, tók tímamótaskref í notkun heilbrigðisdróna þann 30. maí síðastliðinn þegar reglubundið drónaflug hófst milli sjúkrahússins í Svendborg á Fjóni og eyjunnar Ærø en þar búa um sexþúsund manns. Flugið tekur 35 mínútur en loftlínan er um 50 kílómetrar og flýgur dróninn í 80 metra hæð. Litið er á þetta sem þriggja ára tilraunaverkefni og styrkir nýsköpunarsjóður Danmerkur það með 260 milljónum íslenskra króna. Til að byrja með flytur dróninn einkum blóðsýni frá heilsugæslunni á Ærø sem fara eiga á rannsóknarstofu í Svendborg eða á háskólasjúkrahúsið í Odense. Með drónafluginu vonast menn til að spara bæði tíma og mikla fjármuni en sýni hafa til þessa verið flutt á milli með bíl og ferju, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, auk þess sem tíðni ferjusiglinga er takmörkuð. Stefnt er á að prófa drónaflug á fleiri stöðum innan Danmerkur. Frá fyrsta drónafluginu milli sjúkrahússins í Svendborg og Ærø þann 30. maí síðastliðinn.Rigitech Vel má ímynda sér að drónar gætu með sama hætti gagnast íslenskri heilbrigðisþjónustu, til dæmis ef þeir væru gerðir út frá fjórðungssjúkrahúsum til að sinna fámennum byggðum með takmarkaðar samgöngur. Dróni frá Akureyri gæti skutlað lyfjum út í Hrísey og Grímsey, dróni frá Ísafirði sinnt Djúpinu og Árneshreppi og dróni úr Neskaupstað flogið í Mjóafjörð og Borgarfjörð. Og ekki aðeins í dreifbýli. Spyrja má hvort drónar gætu nýst til að flytja sýni til dæmis milli sjúkrahússins á Akranesi og Landspítalans í Reykjavík. Sjúkraflutningafyrirtækið Falck hefur raunar enn stærri drauma. Það stefnir að því innan þriggja ára verði unnt að nota dróna til að fljúga með heilbrigðisstarfsmenn í vitjanir til sjúklinga. Heilbrigðismál Grænland Danmörk Fréttir af flugi Byggðamál Lyf Tengdar fréttir Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25. ágúst 2021 11:59 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum 2. maí 2019 22:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Í fyrstu munu drónar flytja lyf eins og sýklalyf og greiningarsýni milli aðalsjúkrahúss Grænlands í Nuuk, Dronning Ingrid’s Hospital, og byggðanna Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Fyrrnefnda þorpið er djúpt inni í Nuuk-firði, um 75 kílómetra frá höfuðstaðnum, en hitt er á eyju undan vesturströnd Grænlands, um 150 kílómetra suður af Nuuk. „Þar sem vegalengdir milli byggða og næsta sjúkrahúss eru langar mun notkun dróna hjálpa til við að tryggja hraðari greiningu og gera það auðveldara og fljótlegra að fá lífsnauðsynleg lyf yfir langar vegalengdir,“ segir í fréttatilkynningu frá Falck. Aðalsjúkrahús Grænlands, Dronning Ingrids Hospital í Nuuk.Mats Bjerde/Norden.org Fyrirtækið, í samstarfi við dönsk heilbrigðisyfirvöld, þarlend flugmálayfirvöld og fleiri aðila, tók tímamótaskref í notkun heilbrigðisdróna þann 30. maí síðastliðinn þegar reglubundið drónaflug hófst milli sjúkrahússins í Svendborg á Fjóni og eyjunnar Ærø en þar búa um sexþúsund manns. Flugið tekur 35 mínútur en loftlínan er um 50 kílómetrar og flýgur dróninn í 80 metra hæð. Litið er á þetta sem þriggja ára tilraunaverkefni og styrkir nýsköpunarsjóður Danmerkur það með 260 milljónum íslenskra króna. Til að byrja með flytur dróninn einkum blóðsýni frá heilsugæslunni á Ærø sem fara eiga á rannsóknarstofu í Svendborg eða á háskólasjúkrahúsið í Odense. Með drónafluginu vonast menn til að spara bæði tíma og mikla fjármuni en sýni hafa til þessa verið flutt á milli með bíl og ferju, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, auk þess sem tíðni ferjusiglinga er takmörkuð. Stefnt er á að prófa drónaflug á fleiri stöðum innan Danmerkur. Frá fyrsta drónafluginu milli sjúkrahússins í Svendborg og Ærø þann 30. maí síðastliðinn.Rigitech Vel má ímynda sér að drónar gætu með sama hætti gagnast íslenskri heilbrigðisþjónustu, til dæmis ef þeir væru gerðir út frá fjórðungssjúkrahúsum til að sinna fámennum byggðum með takmarkaðar samgöngur. Dróni frá Akureyri gæti skutlað lyfjum út í Hrísey og Grímsey, dróni frá Ísafirði sinnt Djúpinu og Árneshreppi og dróni úr Neskaupstað flogið í Mjóafjörð og Borgarfjörð. Og ekki aðeins í dreifbýli. Spyrja má hvort drónar gætu nýst til að flytja sýni til dæmis milli sjúkrahússins á Akranesi og Landspítalans í Reykjavík. Sjúkraflutningafyrirtækið Falck hefur raunar enn stærri drauma. Það stefnir að því innan þriggja ára verði unnt að nota dróna til að fljúga með heilbrigðisstarfsmenn í vitjanir til sjúklinga.
Heilbrigðismál Grænland Danmörk Fréttir af flugi Byggðamál Lyf Tengdar fréttir Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25. ágúst 2021 11:59 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum 2. maí 2019 22:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25. ágúst 2021 11:59
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46
Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum 2. maí 2019 22:00