Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 18:46 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda gagnrýnir drónaeftirlit Fiskistofu. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri Fiskistofu segir drónaeftirlitið hafa komið upp um fjölda mála þar sem ólöglegt brottkast virðist vera í gagni. Vísir Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að eftir að byrjað var að nota dróna markvisst við eftirlit með veiðum í janúar á þessu ári hafi fjöldi mála, þar sem rannsakað er hvort ólöglegt brottkast hafi átt sér stað, margfaldast milli ára. Meðal þess sem hafi sést sé ólöglegt brottkast á ýsu og stórum þorski. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir hvernig eftirlitinu er háttað. „Við bara hvetjum bara menn til að gera alls ekki svona hluti. Við erum að ganga um sameiginlega auðlind þjóðarinnar og það á að ganga snyrtilega um hana og þetta er ekki hluti af því. Við gagnrýnum hins vegar hvernig þetta eftirlit með drónum hefur verið framkvæmt. Við teljum ekki ekki nóg að setja frétt í blöðin um að það eigi að fara að stunda drónaeftirlit með fiskveiðum. Mér hefði til dæmis þótt eðlilegt að Fiskistofa hefði tilkynnt að Reykjanessvæði yrði vaktað áður en hún hóf drónaeftirlit þar á árinu. Við viljum bara að farið sé að lögum í þessum efnum og teljum að það sé ekki gert með núverandi vinnubrögðum,“ segir Arthur. Telur ólöglegt að láta ekki vita fyrirfram af eftirliti Aðspurður um hvort ekki megi bera saman aðferðina við hraðaeftirlit lögreglu þar sem ökumenn vita ekki allta fyrirfram hvar og hvenær eftirlit fer fram, svarar Arthur: „Þetta er mjög skýrt í lögum og ef ef lögregla er að hraðamæla án þess að vera sýnileg þá er hún ekki að fara að lögum,“ segir Arthur. Telur skorta á eftirlit með brottkasti á stórum fiskiskipum Hann telur eðilegast að hafa fyrirfram fælingarmátt með eftirlitinu. Þá telur hann að Fiskistofa hafi ekki gætt jafnræðis við eftirlitið. „Eitt sem við höfum bent á er að menn velti fyrir sér hvað Fiskistofa á mörg myndbönd af stórum fiskiskipum við brottkast. Smábátaflotinn veiðir um 16% af botnfisksaflanum við Ísland en öll myndböndin sem þeir eru með eru af litlum bátum nálægt ströndum í góðu veðri, Hvernig væri nú að fara stunda alvöru eftirlit með 84% flotans?,“ spyr Arthur. Aðspurður um hvort hann telji að það sé meira brottkast á stórum skipum svarar Arthur. „Ég held að það sé stundað brottkast á mjög mörgum skipum en hversu mikið það er , vitum við ekki. Það hefur ekkert verið hægt að mæla það,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki væri hægt að nota dróna við slíkt eftirlit svo hægt sé að komast að því segir Arthur: „Jú gerum það og höfum þá jafnræði með eftirlitinu. Tilkynntu þá á viðkomandi svæðum að það verði eftirlit,“ segir Arthur. Landssambandið ætli að senda erindi vegna drónaeftirlits Fiskistofu til persónuverndar. Okkar skylda er að hafa eftirlit með veiðum Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri Fiskistofu segist þekkja þessa gagnrýni. „Mönnum finnst við fylgjast óþægilega mikið með þeim. En þeir verða að gera sér grein fyrir því að þetta er eftirlitsskyld starfsemi og okkur ber að hafa eftirlit með þeim. Þá höfum við verið hvött til að gefa út hvar við ætlum að fljúga en við erum búin að vera að kynna eftirlitið víða, það hefur verið auglýst og er á vef Fiskistofu. Þetta tæki er eins og hvert annað eftirlitstæki. Þá bendi ég á að drónarnir eru ekki á upptöku fyrr en menn sjá að verið er að kasta afla fyrir borð. Þá fyrst er sett á upptöku,“ segir Elín. Hún segir að starfsfólk sé að þjálfa sig í að nota drónanna og næsta skref sé að nota þá við eftirlit á stærri skipum sem séu lengra út á hafi. „Við förum ekki langt frá landi eins og er en stefnum á að hafa eftirlit með stærri skipum. Við þurfum meiri þjálfun til að gera það,“ segir Elín. Persónuvernd kannar hvort hún eigi að kanna málið Persónuvernd tilkynnti á vef sínum í gær að hún ætli að skoða hvort tilefni sé til að kanna drónaeftirlit Fiskistofu. Sjávarútvegur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að eftir að byrjað var að nota dróna markvisst við eftirlit með veiðum í janúar á þessu ári hafi fjöldi mála, þar sem rannsakað er hvort ólöglegt brottkast hafi átt sér stað, margfaldast milli ára. Meðal þess sem hafi sést sé ólöglegt brottkast á ýsu og stórum þorski. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir hvernig eftirlitinu er háttað. „Við bara hvetjum bara menn til að gera alls ekki svona hluti. Við erum að ganga um sameiginlega auðlind þjóðarinnar og það á að ganga snyrtilega um hana og þetta er ekki hluti af því. Við gagnrýnum hins vegar hvernig þetta eftirlit með drónum hefur verið framkvæmt. Við teljum ekki ekki nóg að setja frétt í blöðin um að það eigi að fara að stunda drónaeftirlit með fiskveiðum. Mér hefði til dæmis þótt eðlilegt að Fiskistofa hefði tilkynnt að Reykjanessvæði yrði vaktað áður en hún hóf drónaeftirlit þar á árinu. Við viljum bara að farið sé að lögum í þessum efnum og teljum að það sé ekki gert með núverandi vinnubrögðum,“ segir Arthur. Telur ólöglegt að láta ekki vita fyrirfram af eftirliti Aðspurður um hvort ekki megi bera saman aðferðina við hraðaeftirlit lögreglu þar sem ökumenn vita ekki allta fyrirfram hvar og hvenær eftirlit fer fram, svarar Arthur: „Þetta er mjög skýrt í lögum og ef ef lögregla er að hraðamæla án þess að vera sýnileg þá er hún ekki að fara að lögum,“ segir Arthur. Telur skorta á eftirlit með brottkasti á stórum fiskiskipum Hann telur eðilegast að hafa fyrirfram fælingarmátt með eftirlitinu. Þá telur hann að Fiskistofa hafi ekki gætt jafnræðis við eftirlitið. „Eitt sem við höfum bent á er að menn velti fyrir sér hvað Fiskistofa á mörg myndbönd af stórum fiskiskipum við brottkast. Smábátaflotinn veiðir um 16% af botnfisksaflanum við Ísland en öll myndböndin sem þeir eru með eru af litlum bátum nálægt ströndum í góðu veðri, Hvernig væri nú að fara stunda alvöru eftirlit með 84% flotans?,“ spyr Arthur. Aðspurður um hvort hann telji að það sé meira brottkast á stórum skipum svarar Arthur. „Ég held að það sé stundað brottkast á mjög mörgum skipum en hversu mikið það er , vitum við ekki. Það hefur ekkert verið hægt að mæla það,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki væri hægt að nota dróna við slíkt eftirlit svo hægt sé að komast að því segir Arthur: „Jú gerum það og höfum þá jafnræði með eftirlitinu. Tilkynntu þá á viðkomandi svæðum að það verði eftirlit,“ segir Arthur. Landssambandið ætli að senda erindi vegna drónaeftirlits Fiskistofu til persónuverndar. Okkar skylda er að hafa eftirlit með veiðum Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri Fiskistofu segist þekkja þessa gagnrýni. „Mönnum finnst við fylgjast óþægilega mikið með þeim. En þeir verða að gera sér grein fyrir því að þetta er eftirlitsskyld starfsemi og okkur ber að hafa eftirlit með þeim. Þá höfum við verið hvött til að gefa út hvar við ætlum að fljúga en við erum búin að vera að kynna eftirlitið víða, það hefur verið auglýst og er á vef Fiskistofu. Þetta tæki er eins og hvert annað eftirlitstæki. Þá bendi ég á að drónarnir eru ekki á upptöku fyrr en menn sjá að verið er að kasta afla fyrir borð. Þá fyrst er sett á upptöku,“ segir Elín. Hún segir að starfsfólk sé að þjálfa sig í að nota drónanna og næsta skref sé að nota þá við eftirlit á stærri skipum sem séu lengra út á hafi. „Við förum ekki langt frá landi eins og er en stefnum á að hafa eftirlit með stærri skipum. Við þurfum meiri þjálfun til að gera það,“ segir Elín. Persónuvernd kannar hvort hún eigi að kanna málið Persónuvernd tilkynnti á vef sínum í gær að hún ætli að skoða hvort tilefni sé til að kanna drónaeftirlit Fiskistofu.
Sjávarútvegur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira