Enski boltinn

Leeds staðfestir komu Marc Roca

Atli Arason skrifar
Marc Roca er nýr leikmaður Leeds United
Marc Roca er nýr leikmaður Leeds United Leeds United

Spænski miðjumaðurinn Marc Roca hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds United. Roca kemur til félagsins frá Bayern Münich.

Kaupverðið er talið vera um 10 milljónir punda en Roca er þriðji leikmaðurinn sem Leeds fær til liðs við sig í sumar á eftir Brenden Aaronson og Rasmus Kristensen sem koma til félagsins frá RB Salzburg.

Roca lék 24 leiki fyrir Bayern á síðasta tímabili. Leikmaðurinn gekk til liðs við Bayern frá Espanyol árið 2020.

„Maður þekkir Leeds og þeirra sögu. Þetta er frábært félag og andrúmsloftið á Elland Road er engu líkt, það tala allir um það. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað,“ sagði Roca eftir að hann skrifaði undir samning við Leeds.

Roca er varnarsinnaður miðjumaður en koma hans til Leeds þykir ýta undir þá orðróma að Kalvin Philips muni fara frá félaginu í sumar. Manchester City og Liverpool eru á meðal félaga sem Philips er sterklega orðaður við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.