Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 17:54 Byssumaðurinn skaut þrettán manns í og við stórverslunina Tops í Buffalo í New York 16. maí. Tíu létust. AP/Matt Rourke Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent