Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 17:54 Byssumaðurinn skaut þrettán manns í og við stórverslunina Tops í Buffalo í New York 16. maí. Tíu létust. AP/Matt Rourke Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09