Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Atli Arason skrifar 13. júní 2022 16:30 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty Images Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. „Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira