Fótbolti

Vanda ósátt við umræðuna um landsliðið: „Látið þessa umræðu ekki hafa áhrif á ykkur“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist óánægð með umræðuna um bros, gleði og leiki A-landsliðs karla í fótbolta.

Vanda birti færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún fer yfir þessi mál. Hún bendir þar sérstaklega á myndbönd sem hafa birst reglulega á samfélagsmiðlum KSÍ þar sem sjá má leikmenn liðsins skemmta sér og hlæja í upphitun fyrir æfingar.

Hún segir það þekkta aðferð til að þjappa hópnum saman að nota svokallaða „ísbrjóta“ í upphitun. Það sé gert til að til að hita hópinn upp, efla tengs, kynnast betur og hafa gaman.

Vanda segir að í venjulegu árferði hafi aldrei verið jafn mikil umferð um samfélagsmiðla KSÍ og að það sé mjög jákvætt. Að sama skapi telur hún það mjög jákvætt að þjálfarar landsliðsins noti áðurnefnda „ísbrjóta“ í upphitun þar sem það sé „partur af því að auka samkennd, samvinnu og liðsanda,“ eins og hún orðar það.

Vanda veltir einnig fyrir sér hver tilgangurinn með þessari neikvæðu umræðu sé. Hún bendir á að íslenska liðið sé ungt og að leikmenn liðsins hafi sjálfir talað um að nækvæðnin hafi slæm áhrif á þá.

Hún spyr sig hvort að umræðan verði til þess að leikmenn liðsins hætti að þora að hlæja á æfingum og hvort að hún verði til þess að brjóta niður sjálfstrust og auka kvíða hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×