Erlent

Ferða­mönnum í pakka­ferðum nú hleypt inn í landið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá verslunargötu í Asakusa-hverfi í japönsku höfuðborginni Tókýó.
Frá verslunargötu í Asakusa-hverfi í japönsku höfuðborginni Tókýó. AP

Stjórnvöld í Japan hafa nú létt á takmörkunum fyrir erlenda ferðamenn og byrjað að staðfesta vegabréfsáritanir á nýjan leik. Það á þó einungis við ferðamenn í pakkaferðum og sem samþykkja að fylgja stífum reglum landsins um grímuskyldu og aðrar sóttvarnaaðgerðir.

Landið hefur að stórum hluta verið lokað fyrir ferðamönnum síðustu rúmu tvö árin vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Er ljóst að þarlend stjórnvöld ætla sér að stíga varlega til jarðar þegar verið að koma hlutum í fyrra horf.

Ferðamálayfirvöld í Japan samþykkja nú skipulagðar ferðir ferðamanna frá 98 löndum til landsins, þar með talið Bandaríkjunum, Kína, Suður-Kóreu og Íslandi.

Japönsk stjórnvöld segjast þó ætla að leggja höfuðáherslu á að ýta undir ferðalög Japana innanlands á næstu mánuðum á meðan verið sé að létta á ferðatakmörkunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.