Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. júní 2022 07:54 Bílar liggja eins og hráviði eftir hörð átök í Severodonetsk. Ap/Oleksandr Ratushniak Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira