Erlent

Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins

Heimir Már Pétursson skrifar
Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands segir til lítils að velta fyrir sér líðan Putins.
Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands segir til lítils að velta fyrir sér líðan Putins. Stöð 2/Einar

Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana.

Pabriks sat tveggja daga fundi varnarmálaráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Hollands og Póllands og í nokkrum tilfellum staðgengla þeirra sem lauk í Reykjavík í dag.

Innrás Rússa í Úkraínu var aðalumræðuefnið sem og önnur mál og undirbúningur fyrir leiðtogafund NATO í Matrid í lok þessa mánaðar.

Hér má sjá ítarlegt viðtal við Artis Pabriks:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.