Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 09:39 Lík liggur á götu eftir að bifreið var ekið inn í mannfjölda á vinsælli verslunargötu. AP/Michael Sohn Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32. Þýskaland Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32.
Þýskaland Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira