Erlent

Pútín hótar Vestur­löndum með nýjum skot­mörkum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Rússlandsforseti varar við nýjum skotmörkum berist eldflaugasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu.
Rússlandsforseti varar við nýjum skotmörkum berist eldflaugasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu. Mikhail Metzel/EPA

Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands.

Afhending nýrra vopna til Kænugarðs sé einungis ætlað að „draga stríðið á langinn eins lengi og mögulegt er,“ segir Pútín í viðtali við sjónvarpsstöðina Rossija-1.

Berist sendingar Bandaríkjamanna af langdrægnum eldflaugum til Kænugarðs muni Rússland komast að „ásættanlegri niðurstöðu“ og nota sín eigin vopn, sem landið eigi nóg af, til að ráðast á þau „mannvirki“ sem herinn hefur ekki enn beint sjónum sínum að, segir Pútin.

Þess má geta að fyrr í dag flutti CNN fréttir af því að eldflaug Rússa hafi flogið ískyggilega nálægt úkraínsku kjarnorkuveri.

Viðbragð við yfirlýsingu Biden

Yfirlýsing Pútín kemur í kjölfar greinar Joe Biden Bandaríkjaforseta sem birtist í New York Times í síðustu viku.  Þar sagði Biden að markmið Bandaríkjanna væri að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. 

Af þeim sökum myndu Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínu fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra á framlínunni og við samningaborðið. 

Þess vegna hafi Bandaríkin ákveðið að senda Úkraínu háþróuð eldflaugakerfi auk áframhaldandi sendinga af skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. 


Tengdar fréttir

Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum

New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×