Juventus, Real Madríd og PSG vilja öll Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 17:31 Paul Pogba ætlar að velja vel og vandlega. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba er sagður vera íhuga vel og vandlega hvert næsta skref hans verður á ferlinum. Samningur hans við Manchester United rann út á dögunum og hann nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum. Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira