Juventus, Real Madríd og PSG vilja öll Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 17:31 Paul Pogba ætlar að velja vel og vandlega. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba er sagður vera íhuga vel og vandlega hvert næsta skref hans verður á ferlinum. Samningur hans við Manchester United rann út á dögunum og hann nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum. Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Sjá meira
Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Sjá meira