Kári gagnrýndi varnarleik Harðar Björgvins og áræðni Alberts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin niðurlútur eftir seinna mark Ísrael. Ahmad Mora/Getty Images Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er nú meðal þeirra sem stýra skútunni í umfjöllun Viaplay. Hann lét tvo fyrrum samherja sína hjá landsliðinu heyra það eftir leik Íslands og Ísraels í Þjóðadeildinni. Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira