Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 23:21 Andrés fékk ekki að vera með fjölskyldunni sinni í hátíðarhöldunum í dag. Getty/Chris Jackson Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30