Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 23:21 Andrés fékk ekki að vera með fjölskyldunni sinni í hátíðarhöldunum í dag. Getty/Chris Jackson Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Andrés mun því missa af þakkargjörðarathöfn í dómkirkju St. Paul á morgun. Elísabet verður heldur ekki viðstödd athöfninni en hún er sögð hafa fundið fyrir slappleika við hátíðarhöldin í dag. Andrés er sagður hafa tekið Covid-próf daglega undanfarna daga og ekki hafa greinst smitaður fyrr en í dag. Hann hefur umgengist Elísabetu undanfarna daga en ekki eftir að hann greindist. Elísabet, sem er 96 ára gömul, greindist með kórónuveiruna í febrúar og hefur hún lýst því að veikindin hafi haft langvarandi áhrif á hana og hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu eftir þau. Búist var við því að Andrés tæki þátt í hátíðarhöldum næstu daga þó honum hafi ekki verið boðið í skrúðgöngu Elísabetu til heiðurs sem fór fram í dag. Þá var hann ekki viðstaddur þegar konungsfjölskyldan sýndi sig á svölum Buckingham hallar í dag til að fylgjast með flughernum fljúga hjá. Drottningin ákvað fyrir hátíðarhöldin að aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar fengju að vera á svölunum. Andrés hefur verið sviptur titlinum „Hans hátign“, sviptur konunglegri vernd og leystur frá opinberum störfum. Það var gert eftir að Andrés greiddi hinni bandarísku Virginiu Giuffre tugi milljóna dala í sáttagreiðslur. Giuffre var seld mansali af bandaríska auðkýfingnum Jeffrey Epstein og hún sakaði prinsinn um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Andrés hefur neitað sök.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2. júní 2022 17:30