Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:26 Elísabet drottning með frænda sínum hertoganum af Kent við valdaafmælishátíðarhöldin í dag. Drottningin er sögð hafa fundið fyrir slappleika og átt erfitt með að hreyfingar við hátíðarhöldin í dag. AP/Jonathan Brady Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira