Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 18:31 Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins arnar halldórsson Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“ Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“
Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00